Keldur á Rangárvöllum

Keldur á Rangárvöllum

Torfbærinn á Keldum á Rangárvöllum.

Heimsókn með leiðsögn.

Á Keldum er að finna sögufrægan torfbæ af fornri gerð og hann er jafnframt eini stóri bærinn sem varðveist hefur á Suðurlandi. Auk bæjarhúsa og kirkju eru þar skemmur, smiðja, myllukofi, fjós, hesthús, fjárrétt, jarðgöng o.fl. Bærinn á Keldum og ábúendur hans koma við sögu í nokkrum af þekktustu bókum Íslendinga, m.a. Njáls sögu, Sturlunga sögu og Þorláks sögu. Þar var jafnframt eitt af höfuðbólum Oddaverja.

ATH: Ef þú vilt bóka leiðsögn fyrir hóp á öðrum tíma, vinsamlega sendið tölvupóst á keldur@thjodminjasafn.is til að fá frekari upplýsingar.

Opið frá 1. júní - 31. ágúst frá kl. 10-17.

Miðinn gildir einnig í Þjóðminjasafn Íslands á Suðurgötu.

Hvað er innifalið?
    Hvað er innifalið?
    • Entry or admission fee
    Share by: